Flugpennar
Ef þú býrð yfir reynslu af flugi eða ert mjög áhugasamur um eitthvert svið flugmála og átt auðvelt með greinarskrif, þá viljum við gera þér tilboð:
- Þú samþykkir að senda inn efni til birtingar í Flugheimi, minnst 2 stuttar greinar á ári.
- Í staðinn færðu sérstaka vefsíðu sem verður hluti af vefnum, þar sem þú ert kynnt(ur) með mynd, æviágripi og áhugamálum. Ef þú óskar, kynnum við líka aðsetur þitt, símanúmer, netfang og heimasíðu.
- Þú getur notað þessa vefsíðu sem vísi að heimasíðu og færð flott veffang, t.d. www.flugheimur.is/siggi
Ávinningurinn er margþættur: Aðrir hagnast af reynslu þinni, þú færð víðtæka kynningu á persónu þinni og starfsemi, og ekki síst; Flugheimur dafnar.
Ljóst er að það er til mikils að vinna og því hvetjum við alla ritfæra flugkappa, flugvélasmiði, fluglistamenn og flugsögugrúskara að fara á hugarflug og geysast síðan fram á ritvöllinn!
Ef þetta tilboð freistar þín, fylltu þá út umsóknina hér að neðan og ýttu á Senda-takkann Við munum síðan hafa samband um framhaldið og hlökkum til að eiga samstarf við þig!