Ágrip af sögu þyrlunnar
Sigurður Ásgeirsson, þyrluflugmaður, kynnti starfsemi flugsveitar Landhelgisgæslunnar á fróðlegum flugöryggisfundi sem haldinn var í flugskýli Gæslunnar, 5. júní 2003.
Á fundinum hélt Sigurður fróðlega kynningu á sögu þyrluflugs hér á landi og almennt. Að auki útskýrði hann á skiljanlegan hátt grundvallaratriði flugeðlisfræðinnar eins og hún "snýr" að þyrlum. Hér getur þú nálgast kynningarefnið í PowerPoint-skjali. Það er um 11 Mb og getur því tekið nokkurn tíma að sækja það.
Sigurði er sannarlega margt til lista lagt, en hann er einn eigenda TF-UFO og stundar listflug af kappi! Hann er hér á myndinni ásamt Jóni Tómasi Vilhjálmssyni, spilmanni og flugvirkja.