10. tbl. - 31.7.2003 
 

 

Múlakot međ meiru

Efnisyfirlit:

Múlakot - fljúgandi skemmtun!

Kátína í Múlakoti

Múlakotsflughátíđ Flugmálafélagsins verđur ađ venju á sínum stađ í Fljótshlíđinni um verslunarmannahelgina, 1.-4. ágúst nk. Dagskráin verđur ađ mestu leyti međ ţví hefđbundna sniđi sem flest flugáhugafólk ţekkir enda hefur hún lukkast vel undanfarin 20 ár.

Međal dagsskráratriđa eru síđari hluti Íslandsmeistaramótsins í listflugi 2003 og auđvitađ lendingarkeppnin góđkunna. Og ađ sjálfsögđu einnig útivera, góđur félagsskapur, grillmatur, söngur, glens og grín!

Sjá nánar tilkynningu frá Flugmálafélaginu. Veđurspáin fyrir nćstu daga er nokkuđ góđ, svo nú er bara ađ taka saman föggurnar og flugvélarnar og drífa sig austur í Múlakot.


Krabbmeinsveik börn fá upplyftingu

Börnin undu sér vel innan um flugvélarnar (ljósm. Valur Stefánsson)

Helgina 25.-27. júlí hélt Styrktarfélag krabbameinsveikra barna sumarhátíđ sína í Fljótshlíđ. Eins og fyrri ár, komu nokkrir einkaflugmenn í heimsókn og buđu ţeim krökkum og foreldrum sem ţađ vildu, í flugferđ um Fljótshlíđina. Ţetta var hinn skemmtilegasti dagur og mátti vart á milli sjá hvort skemmtu sér betur krakkarnir, foreldrarnir eđa flugmennirnir.

Maggnús Vikingur á TF-REF, hefur stjórnađ ţessu flugi af röggsemi undanfarin ár og lét hann sig ađ sjálfsögđu ekki vanta, en einnig voru ţarna flugvélarnar: TF-ULV, TF-ULF, TF-EOS, TF-JMH og TF-STR.


Einkaflugmenn skođa Piper Archer III

Smelltu til ađ skođa stćrri mynd

Umbođsađili Piper í Danmörku, Air Alpha, kom til Íslands međ nýja flugvél, Piper Archer III, Sunnudaginn 27. júlí. Vélin var til sýnis á Reykjavíkurflugelli viđ Félagsheimili Einkaflugmanna í Fluggörđum frá kl. 14:00 til 18:00. Margir áhugasamir einkaflugmenn mćttu á svćđiđ, skođuđu vélina hátt og lágt, og fóru međ hana í prufuflug. Jafnframt mćttu eigendur ýmissa Piper-flugvéla á Íslandi međ gripina sína á stađinn. Á myndinni má sjá nokkra áhugasama virđa vélina OY-LAG fyrir sér.

Piper Archer III kom fyrst á markađ áriđ 1996 og ţykir henta sérstaklega vel til kennslu- og atvinnuflugs og ekki síst til einkaflugs. Smelltu til ađ skođa betur Ţađ sem einkennir hana hvađ útlit snertir, er straumlínulöguđ vélarhlíf međ frekar litlum loftgötum, en innréttingar hafa líka veriđ endurbćttar og er hún mun hljóđlátari en eldri vélar. Vélin er međ 180 hestafla Lycoming O-360-A4M hreyfil og fastri loftskrúfu. Hún nćr mest 133 hnúta hrađa, krúsar á 128 og ofrís á 45 hnútum. Flugtaksvegalengd er 346 m og til lendingar ţarf 280 m (hvort tveggja miđađ viđ 50 feta hindrun). Hún er vel búin tćkjum eins og sést á myndinni hér til hliđar. Verđ á nýrri vél er frá 205.500 USD, eđa um 17,5 milljónir íslenskra króna.


Flug kynnt almenningi í Smáralind

Flugdýrđir í Smáralindinni

Flugmálafélag Íslands hélt kynningu fyrir almenning á flugi og flugtengdu starfi, í Vetrargarđinum í Smáralind helgina 25.-27. júlí. Ţar var stillt upp flugvélum, svifflugum, svifdrekum, flugmódelum og kynningarbásum svo gestir og gangandi gćtu heillast af heimi flugsins.

Ţetta var gert m.a. í tilefni 100 ára afmćlis flugsins á ţessu ári og til ađ vekja áhuga sem flestra á flugi og öllum ţeim ćvintýrum sem ţví tengjast.

Flugfélagiđ Atlanta, Iceland Express, Vífilfell, Flugskóli Íslands, Svifflugfélagiđ, Svifdrekafélag Reykjavíkur og fleiri studdu ţetta framtak rausnarlega. Gunnar Ţorsteinsson, starfsmađur Flugmálafélagsins, telur ađ fjöldi gesta hafi skipt tugum ţúsunda og ađ ţessi uppákoma hafi hjálpađ almenningi ađ fá yfirsýn yfir ţá fjölbreyttu flugstarfssemi sem stunduđ er um allt land.


Nýr lendingarstađur: Vatnsnes í Grímsnesi

BIVA (ljósm. Ţorsteinn Jónsson)

Skv. upplýsingum á vef Flugmálastjórnar, hefur nýr lendingarstađur veriđ settur á skrá. Hann ber tákniđ BIVA, og er stađsettur á Vatnsnesi í Grímsnesi. Brautin er grasbraut 796 metra löng og 25 metra breiđ og brautarstefnur eru 03/21. Hćđ brautar er 167 fet. Viđmiđunarpunktur er 64°01´59,203N og 20°39´03,709W.

Háspennulína ţvert yfir Hvítá er um 1,3 km norđan viđ braut. Brautin er í einkaeigu en öllum er heimilt ađ nota hana. Umsjónarmađur er Ţorsteinn Magnússon, en hann hefur símana: 486-4497, 486-4453 og 893-6568.

Einkaflugmenn fagna ţessari flugbraut, ţví undanfarin ár hafa margir flugvellir veriđ aflagđir.


Frönsk einkaflugvél í vandrćđum

Einshreyfils, frönsk flugvél af gerđinni Piper Malibu, á leiđ frá Reykjavík til Grćnlands, lenti í vandrćđum vestur af landinu 7. júlí sl. Hún hafđi lagt af stađ kl. 07:21 áleiđis til Narssassuaq, en rúmlega klukkutíma síđar varđ vart viđ gangtruflanir og hélt hún ekki lengur hćđ. Flugmađurinn leitađi eftir ađstođ ţar sem fyrirsjáanlegt var ađ hann nćđi ekki landi, en ţá var vélin um 200 sjómílur frá landi. Tveir voru um borđ.

Ţyrla Landhelgisgćslunnar, TF-LIF, og flugvél Flugmálastjórnar, TF-FMS, voru sendar til móts viđ flugvélina og fylgdi hin síđarnefnda henni til Reykjavíkur síđustu 40 sjómílurnar, ţar sem hún lenti heilu og höldnu kl. 10:06.

Sjá nánar frétt á Mbl.is


Athyglisverđ vefsíđa um flug

Flugmyndasíđa Baldurs Sveinssonar

Vefsíđan sem viđ mćlum međ í ţessu tölublađi Flugfrétta, er flugmyndavefur Baldurs Sveinssonar, www.verslo.is/baldur. Baldur er flugáhugamönnum vel kunnur og hefur hann lagt af mörkum drjúgan skerf til varđveislu flugsögu Íslands. Baldur hefur tekiđ til viđ ađ skrá sögu Neptunus flugvélanna, sem voru í notkun á árunum 1950-1970. Til hamingju Baldur, međ litríkan vef!


Ađrar flugfréttir

Hér eru nokkrir tenglar á ýmsar ađrar flugfréttir, en ţađ er alltaf nóg um ađ vera í flugheiminum:

RNF: Skýrsla v/flugatviks TF-JME á Hornafirđi (PDF-skjal)
Geirfugl: Flugmót Geirfugla á Hellu 2003
Geirfugl: Hópflug á hálendiđ
MBL: Eldingu laust niđur í Fokker-flugvél: Farţegar fundu fyrir högginu
MBL: Flugvél međ óvenjulegt útlit
Iceland Express: Áfram góđ sćtanýting hjá Iceland Express í maí
Flugfelag.is: Metro vél frá Flugfélaginu lenti aftur á Akureyrarflugvelli
Íslandsflug: Tvćr farţegavélar bćtast í flotann
VFA: TF-CUB 60 ára + Haukur Jónsson hlutskarpastur í lendingakeppni VFA
LHG: Ţyrla Landhelgisgćslunnar send til ađstođar franskri eins hreyfils flugvél
LHG: Ţyrla Landhelgisgćslunnar sótti slasađan rússneskan sjómann
LHG: Tveir menn fluttir međ ţyrlu til Reykjavíkur eftir útafakstur


Athugiđ ađ hćgt er ađ smella á flestar myndanna til ađ skođa ţćr í betri upplausn.

Fleira var ţađ ekki ađ sinni, ágćtu lesendur. Ef ţiđ ţekkiđ einhvern sem ţiđ teljiđ ađ kunni ađ meta ţetta fréttarit, vinsamlega bendiđ honum á skráninguna á www.flugheimur.is/flugfrettir og segiđ honum hvađ ykkur finnst um Flugfréttir! Ef margir sýna ţessu fréttariti áhuga, er hćgt ađ vanda gerđ ţess enn meir.

Lumar ţú á frétt, heilrćđi eđa fróđleiksmola sem hér á heima? Sendu okkur ţá skeyti og ađ launum fćrđu ţá gleđitilfinningu ađ hafa lagt eitthvađ af mörkum fyrir íslenska flugheiminn!

Bestu kveđjur,

Ingólfur Helgi Tryggvason
ritstjóri og flugdellukarl

hafa nú lesiđ ţetta skeyti skv. www.digits.com vefmćlingu.

 

Ţú skráđir ţig á póstlista Flugheims undir netfanginu jonjonsson@flugheimur.is
Ef ţú vilt skrá ţig af listanum, sendu okkur ţá skeyti ţar um, á: afskra@flugheimur.is

Útgefandi: Hugmót ehf, Skipholti 29, 105 Reykjavík,
sími 562-3740 eđa 893-8227, netfang ritstjorn@flugheimur.is