Tímaritið Flugfréttir
Tímaritið Flugfréttir hefur nú hafið göngu sína! Í fyrstu verður það sent út hálfsmánaðarlega og jafnvel oftar ef þurfa þykir. Því verður aðeins dreift með tölvupósti, en eldri tölublöð verða aðgengileg á þessari síðu. Efni þess verður fengið alls staðar að, fréttir, tilkynningar, sögusagnir, ábendingar, heilræði, getraunir og gamansögur. Megináherslan verður á gagnlegt innihald um flugmál og auglýsingum stillt í hóf. Í samstarfi við aðila sem tengjast flugi á einn eða annan hátt munum við bjóða ýmis sértilboð, sem gilda aðeins fyrir áskrifendur Flugfrétta. Það verður því til mikils að vinna!
Ef þú vilt fá reglulegar fréttir af flugmálum, skaltu skrá þig á póstlistann. Og ef þú veist um einhvern sem þú telur að hafi áhuga á að fá þetta fréttarit sent til sín, bentu honum þá á þennan vef, www.flugheimur.is
Við metum álit þitt mikils, og viljum gjarnan fá að heyra hvað þér finnst. Allar hugmyndir um efnistök og framsetningu eru vel þegnar. Ef þú lumar á flugfrétt eða öðru sem hér á heima, máttu gjarnan láta í þér heyra. Einnig ef þú ert í forsvari fyrir rekstri sem tengist flugi, skaltu endilega senda okkur fréttatilkynningar þegar það á við. Sendu skeyti á ritstjorn@flugheimur.is.
Fyrsta eintakið var á textaformi en framvegis verða þau eingöngu á HTML-formi.
Hér finnur þú eldri eintök af Flugfréttum:
- 12. tölublað, 17. desember 2003
- 11. tölublað, 29. ágúst 2003
- 10. tölublað, 31. júlí 2003
- 9. tölublað, 4. júlí 2003
- 8. tölublað, 19. júní 2003
- 7. tölublað, 5. júní 2003
- 6. tölublað, 16. maí 2003
- 5. tölublað, 28. nóvember 2002
- 4. tölublað, 24. október 2002
- 3. tölublað, 3. október 2002
- 2. tölublað, 19. september 2002
- 1. tölublað, 5. september 2002